Gullblómið

Ljóð frá Garðari Jónsyni

Þessi ljóð eru gefin

Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri. 

Gullblómið.

Þar sem Gullblómið grær
ekkert íllt þar að finna
þó að flestum finnist fjær 
þá vil ég á það minna.

Kærleikans móðurmál
er guð í þinni sál.

Guðdómsins viskuskál
er hjartans innsta bál. 

Vinur.

Ég færa vil þér kjarna þann
kjark hugrekki og þor
tendra neista móta mann
í hjarta vekja vor

Í orðum ei má túlka allt
skelli skömm og fjas
því sálin sigrar þúsundfalt
allt blaður mál og mas

Og þar sem áður kallið brann
nú rækta betur má
upp drenglyndi og trúnað þann
sem byrjað var að sá

Ég bíð þér hönd í vinartón
von mín bundinn við
þú takir undir þessa bón
um það eitt ég bið

BAKIÐ.

Draumsins þungu þankar
þrekaðir af heitri þrá
blindur leiðir hugsun bankar
bresta böndin þung og grá

Sjaldnast lítur lof í lund
ómerk talin myndin
manna á milli sögustund
dæmd og samin syndin

Frjálst er þeim að raupa
er engan bera bagga
og þeir er af þeim kaupa
til baka borga í sagga

Því er betra að dreyma
stöðugur sem steinn
og í huga sínum geyma
ósögð orð sín einn. 

Í UPPHAFI OG ÁFRAM.

Ég tómhentur lagði í langa för
fortíðin rógborin barin
mig teymdi tvennt von og svör
sálin í molum marin.

Þegar litið hafði litla stund
óttinn hafði mig undir
þekkti ei stíginn veik mín lund
kaldir múrar hrundir.

Settist niður kaldur sár
villtur í eigin heimi
hugsanir blindar fölur fár
rekald aumt á sveimi.

Á botninn náði leiðin fær
ógjarnan þó í lagði
allt þó betra en í gær
óttin hvarf og þagði.

Aukinn styrkur skref fyrir skref
hægt en öruggt varði
trúin vonin og örlítið ef
orðinn mælikvarði.

Lít til baka farna slóð
uppi stendur þetta
kristur vörðu í mér hlóð
að markmiðinu setta.

Heim

Í þungri lundu býr bjarmi
brostið hjarta ennþá slær
föst höndin enn á armi
lífið bjart og hlær.

Úr skotum skeiða glampar
skelfing verður traust
gleðin öllu hampar
hamingjunnar raust

Himinn höndum tekur
öllum býr þar vel
og öllum illt frá rekur
hvergi rúmast hel.

Og þá er blessun veitir
allt má vera gott
þeir köldu verða heitir
ekkert heitir spott.

Í breiðum faðmi gisti
eftir langa gönguför
að vita ei mig þyrsti
ég þurfti engin svör.

Í gnægðinni eflist þráin
brátt þörfin var og er 
brúuð sálargjáin
í kærleika er ég hér.

Þú

Í leit eftir sannleikans korni
mig þyrsti á leiðinni
kom að lind að morgni
upp á svartri heiðinni

Laut að tærri lindinni
hugðist svala mér
augun festust a myndinni
ei veit hver þetta er

Skimaði í kringum þar
en engan var að sjá 
allt í einu heyrði svar
innan kom það frá

Vertu sjálfur eins og þú
en hafðu með þér nesti
þína björtu barna trú
og sálar viskufesti

Kveðja til S.J.A.B

Til hamingju sendi þér lítinn vott
Þakklæti mitt nú áttu
allt er fram fer verði gott
í kærleika vinna máttu

Ég bíð þér mína bænastund
og blessi þína veru
takk ég segi létt er lund
þá saman allir eru

Með kyndilinn í hug og hönd
fyrir skjöldu vertu
leið svo aðra um friðarströnd
í blessun ætíð sértu

Þeir sem til þín koma er kalt
megi kaunum létta
gefið að þeim veitist allt
þú varða á veginum rétta

Trans – miðlun

Opna heima færa nær
dauðans leyndir rofin
vekja augu andans blær
upplokin hugar hofin.

Flett af hel og hugarsátt
lífið dauðinn gefur
ástvinur frá heimi hátt
umfaðma þig hefur

Man þá hvert þitt helgað mál
opinn faðmur, hjarta
Og tekur á móti hverri sál
frá landi himinn bjarta

Ástvinafundur

Hafið misst en fann þig aftur
hélt um stund, þú glötuð týnd
tók í hönd þér og efldist kraftur
hjartað barðist, tárin sýnd.

Ó mig auman, trúði varla
hafði fengið þig að sjá
vonin óx og varð ég harla
glaður maður, þig að fá.

Heyrir þig tala blíðum rómi
þín heilun fylgir orðum
líf mitt áður ískalt tóm
sorg með svörtum borðum.

Svefninn langi er vakandi
og vissan fylgir nú
um nýja heima takandi
til hendinni ert þú.

Rós.

Í hugarfylgsnum andans
eru þúsund ljós
veldu þér eitt
og ræktaðu rós
sú rós mun þá blómstra
og minningin með
um lífsvisku liðina
er hún mætir þér. 

Tár.

Því eru augun svo dökk, hefur sólin nú sokkið
í ólgandi sæ
hver er ætlun með orðum ef ekki ég næ
að rækta minn garð og mitt fólk
því ég gleymi
tár er líka umbun frá guði.

Vegsemd.

Hitti mann á förnum vegi
Spiritismann hatað ann
vekja dauðann eigi menn
sofa skal uns daginn þann.

Helga bók sem vitni lagði
vegsemd öll er rituð það
fletti upp, ég beið og þagði
kapitul til sönnunar.

Roggin benti, glotti gleitt
hérna er allt og meira
lestu maður, trúðu heitt
þá fyrirgefst þér fleira

Hlustað hafði í mig hroll
því lík öfga trúin
þveginn upp úr drullupoll
og hugsun orðin lúin.

Takk ég segi, hafðu gott
vegsemd manna á milli
tungan reynist trúarspott
og munni þeirra spilli.

Leiðin misjöfn, takmark eitt
komast heim minn kæri
síðan verður prófið þreytt
en þangað til ég læri.

Heilun.

Heilun er að elska, heitt er meðalið.
Heilun er að strjúka, blítt er handtakið.
Heilun er að hlusta, náið sambandið.
Heilun er að horfa, sjá ef vantar lið.
Heilun er að vera, gefa af sér frið.
Heilun er allt og kemur okkur við.