Hvað er heilun?

Heilun er orka sem við getum nýtt okkur í eigin þágu og annarra til betra lífs andlega og líkamlega. Til þess að tengjast þessari orku og miðla henni eru margar leiðir. Við getum notað þær allar en veljum þá leið sem hentar okkur best miðað við aðstæður í hvert sinn. Þessar leiðir eru byggðar á margra alda reynslu mannsins og þeirri þekkingu sem við eigum um líkamskerfið okkar.

 Hugræn heilun

Í hugrænni heilun sendir heilarinn hugboð til líkama viðkomandi. Það getur verið til alls líkamans, eða til afmarkaðs svæðis eða líffæris. Þetta getur heilarinn gert í návist heilunarþega eða í fjarheilun. Undirmeðvitund heilunarþegans segir til hvað þarf að heila. Oft eru margir heilarar að vinna saman með hugræna heilun eða stundum kallað Fjarheilun.

Óeigingjarn kærleikur, en ekki ástríðufull bæn sem felur í sér kröfur um úrlaus, er lykill að fjarheilun eins og allri heilun.

 Andleg heilun

Í andlegri heilun lætur heilarinn alheimsorkuna flæða í gegnum sig til heilunarþegans. Það er krafist meira af heilaranum í andlegri heilun en í hinum fyrrnefndu. Hann þarf að vera andlega þroskaður og “næmur” eða jafnvel skyggn.  Það er oft í þessum tilfellum sem heilarinn sér svæði á líkamanum lýsast upp, eins skynjað að englar eða ljósverur  hafa komið til aðstoðar. Heilunarþegi þarf að vera jákvæður og opinn gagnvart því sem gert er, til að geta tekið á móti heiluninni.

Prönu heilun og hugræna heilun geta allir lært, rétt eins og allir geta lært að spila á hljóðfæri. En það fer eftir áhuga og hæfileika manna, hvernig árangurinn verður.

Ilmkjarnaolíur eða Aromatherapy

Ilmmeðferðir eru þekktar frá Forn-Egyptum, Forn Grikkjum, úr biblíunni og það er vitað að Hippokrates faðir nútíma læknisfræðinnar mælti með nuddi með ilmolíum og daglegu ilmbaði.

Það er vitað að þekking til að búa til ilmkjarnaolíur og nota þær til heilunar er alda gömul og er í frásögum í elstu sögum mannkyns. Ilmkjaraolíur eru búnar til úr blómum og jurtum.

María Magdalena smurði Jesú með ilmolíum. Í fornöld voru aromatískar jurtir með dýrustu verslunarvörum.

Kleopatra hin glæsilega, drottning Egypta er sögð hafa átt garð meira virði en nokkuð annað, sem rækturð voru öll möguleg blóm. Hún hélt við fegurð sinn með hjálp arómatískra jurta.

Á miðöldum þróuðu gullgerðamenn eða Alkemistar eimingatæknina. Þeir héldu að þeir hefðu fundið 5. frumefnið og nefndu olíurnar, Quintessence sem er notað en í dag eða Essential oils. Á miðöldum var fólk farið að skilja að það var samhengi á milli heilsufars og ilmríkra efna.

Helstu ilmkjarnaolíur Evrópu og Austurlanda eru uppgötvaðar í upphafi 17. aldar.

 

Blómadropar

Það má segja að blómadropar tilheyri nýrri grein lækninga sem öðlast krafta sína frá lífskröftum  blóma og jurta.

Blómadropar eru vökvi sem bera með sér krafta og eiginleika hvers blóms eða plöntu. Þeir innihalda því lítið magn af efni og eru þess vegna ekki flokkaðir sem lífefnafræðilegt lyf.

Blómadropar vinn ekki með því að ráðast beint á sjúkdóminn, heldur auka þeir orkuflæðið í líkama okkar og sál. Þannig hjálpa þeir okkur að ná aftur þeim tengslum sem tapast hefur, vegna viðbragða okkar við erfiðleikum lífsins.

Heilsan batnar þegar tilfinningalegt jafnvægi verður jákvæðara. Líkt og matur nærir líkama okkar næra blómadropar sál okkar og bæta bæði tilfinningalegt og sálfræðilegt jafnvægi og vellíðan.

Blómadropar raska ekki öðrum hefðbundnum lækningum og koma ekki í staðinn fyrir þær. Þeir eru fullkomlega öryggir hver sem þarfnast hjálpar frá 0 -99 ára geta notað blómadropa.

Dr. Edward Bach sem á allan heiður af því að uppgötva eiginleika blómanna á þennan hátt sagði: “Það er sama hvaða sjúkdómur á í hlut, hversu alvarlegur hann er og hversu lengi hann hefur varð. Ef hægt er að vekja lífslöngun sjúklingsins batnar honum.”

Forsíða  |  Hollvinur  |  OPJ  |  Heilun  |  Bænarhringur  |  Starfandi miðlar  |  Saga Sálóak  |  Lög félagssins  |  Stjórn  | Hafa samband

 

Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri | Strandgötu 37b | 600 Akureyri |  Sími: 851 1288 |  saloakr@gmail.com

 

Sálarrannsóknarfélag Íslands  |  Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja  |  Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar  |  Sálarrannsóknarfélag Suðurlands  |  Bjarminn Dalvík  |