Yfirlit og kynning á “OPJ” Orku Punkta Jöfnun

OPJ námskeiðin ganga í raun útá fjóra höfuðþætti.

1.Læra að vinna með orkupunkta.

2.Læra að virkja flæðið.

3.Læra hversu mögnuð við erum sem andlegar/efnislegar verur.

4.Læra að ná árangri með OPJ.

10 ár eru nú liðin síðan ég hóf að kenna OPJ, á þessum árum hafa vel á annað hundrað manns lært tæknina, bæði hjá mér og öðrum aðal kennara OPJ Sigríði Lovísu Tómasdóttur.

þó má segja að tæknin sé alls ekki ný á nálinni, í aldaraðir hafa t.d. Kínverjar verið vel meðvitaðir um orkupunkta og virkjað þá, eða gert þá óvirka með nálastungum, hafa þá nálastungurnar gengið út á það að virkja flæði punktsins sem slíks og svæðisins í kringum hann.

OPJ gengur lengra og í raun vinnur OPJ útfrá öðrum forsendum, þegar orkupunktur er virkjaður verður virkni hans aðeins eðlileg ef orkan flæðir stöðugt og jafnt í gegnum hann, til þess þarf að samvirkja aðalpunkt og óvirka punktinn þ.e. aðalpunktur er sá orkupunktur sem fær orkuna frá orkustöðinni (t.d. hjartastöð) og á að flæða henni jafnt til undirpunktana. (Sjá mynd að neðan.)

Sé einhver orkupunktur óvirkur í orkupunkta-klasanum hefur það bein áhrif á allann klasann þ.e. þá fara aðalpunktar að beina orkunni annað, því orkan þarf að hafa farveg, komist hún ekki venjulega leið þá fer hún aðrar leiðir og svo koll af kolli.

OPJ gengur útá að virkja óvirkan orkupunkt með því að þerapistinn verður tímabundinn leiðari þ.e. hann gerir punktinn virkan með eigin orkuflæði þegar hann tengir á milli aðalpunkts og óvirka orkupunktsins, þetta er gert með því að snerta orkupunktana létt með fingrunum, fyrst er/u aðalpunktarnir fundnir, (ef um efri líkaman era ð ræða t.d. axlir eru þeir staðsettir sinn hvoru megin í úlnlið, (Sjá mynd að neðan).

Með því að halda létt um aðalorkupuntana og þrýsta létt á óvirka punktinn myndast leiðni frá þerapistanum í gegnum þessa punkta og kemur af stað orkuflæði, þetta orkuflæði nærir þá óvirka punktinn og gefur honum orku.

Árangur helgast alfarið af samspili þerapista og þiggjandans, t.d. ef þerapisti gefur sér ekki tíma með þiggjanda, ræðir við hann, opin/n og einlæg/ur, segir honum undan og ofan af því sem fram fer og undirbýr hann sem best, er alltaf hætta á að þerapistinn nái ekki þessari nauðsynlegu leiðni sem nauðsynleg er til að virkja flæðið aftur.

Þó er ekki verið að tala um að þerapistinn kunngeri nákvæmlega og tæknilega allar þær aðgerðir sem hann viðhefur, heldur að mynda traust á milli sín og þiggjandans. Í sumum tilfellum er þetta nauðsynlegt, minna í öðrum tilfellum, hvert tilfelli verður að meta fyrir sig.

Fyrsta stig (Námskeið1. að læra á og vinna með orkupunkta,”Skilningurinn”)

Á þessu fyrsta stigi verður farið ýtarlega í gegnum orkupunkta-klasana, hvað þeirra hlutverk er í andlega og efnislega líkamanum, hvernig þeir vinna saman í flæðinu og mynda OPJ eða orkupunktajöfnun sem nærir líkamana, einnig skoðum við grunnþætti orkunar, tilgang hennar og markmið.

Aðeins verður farið í gegnum þá þætti sem lúta að meðferðinni sjálfri, tilgang hennar og markmið.

Þetta er fyrsta stigið af fjórum og um leið það nauðsynlegasta til að öðlast skilning á OPJ tækninni, lögmálum orkunar og getu okkar sjálfra gagnvart henni.

Þessu námskeiði er ætlað að veita ykkur sem bestan grunn fyrir framtíðina.

Það er ekki aðeins von mín heldur vissa að OPJ muni geta hjálpað mörgum í framtíðinni, hver sem ræður yfir þessari tækni og beytir henni af kunnáttu getur linað sársauka, þetta er loforð, ekki ágiskun vegna reynslu minnar í gegnum árin af OPJ.

Ef þú ákveður að læra þessa tækni muntu fljótlega sjá hvað OPJ er í raun einföld og árangursrík leið, þar sem flæði orkunar er í aðalhlutverki og tilgangur þinn er að virkja hana á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Með virðingu og vinsemd

Garðar Jónsson

Forsíða  |  Hollvinur  |  OPJ  |  Heilun  |  Bænarhringur  |  Starfandi miðlar  |  Saga Sálóak  |  Lög félagssins  |  Stjórn  | Hafa samband

 

Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri | Strandgötu 37b | 600 Akureyri |  Sími: 851 1288 |  saloakr@gmail.com

 

Sálarrannsóknarfélag Íslands  |  Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja  |  Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar  |  Sálarrannsóknarfélag Suðurlands  |  Bjarminn Dalvík  |