Lög Sálarrannsóknarfélagsins á Akureyri

1.grein:

Félagið heitir Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri.

2.grein:

Tilgangur félagsins er: Líknarstarf í formi fræðslu, fyrirbæna, hjálparstarfs, heilunnar, miðlunar og stuðningur gagnvart þeim sem vilja þroska sig til andlegrar vinnu. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með fræðslufundum, fyrirlestrum og uppbyggingu bænahringa. Einnig stuðla að því eftir megni, að félagsmenn komist á fundi hjá góðum og æfðum miðlum, innlendum eða erlendum.

3.grein:

Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum kosnum til tveggja ára í senn. Formaður og varamenn skulu kosinn sérstaklega. Formaður og varaformaður skulu ekki starfa sem miðlar. En að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Þá skal á aðalfundi kjósa tvo varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn og einn til vara. Sé stungið upp á fleirum en kjósa á, skal kosning vera skrifleg. Félagsstjórn hefur forgöngu í allri starfsemi félagsins og þótt nefndum sé falin tiltekin verkefni ber stjórnin jafnan yfir umsjón.

Ráðgjafanefnd skal vera starfrækt til ráðgjafar á nýjum starfandi miðlum á vegum félagsins. Formaður eða fulltrúi hans stýrir félagsfundum. Formaður er fulltrúi félagsins út á við.

4.grein:

Almenna félagsfundi heldur félagið svo oft sem stjórnin telur fært í mánuðunum september til maí að báðum meðtöldum. Utan þess tíma getur stjórnin boðað til fundar, ef þörf gerist. Þá skal stjórnin hafa forgöngu um stofnun fræðsluhópa í samræmi við óskir félagsmanna. Félögum skal heimilt að taka með sér gesti á félagsfundi.

 5. grein:

Ársgjald félagsmanna skal ákveðið á aðalfundi og innheimt með gíróseðli. Gjaldkera er heimilt að strika út þann félagsmann, sem ekki hefur greitt ársgjald fyrir næsta aðalfund. Þeir félagsmenn, sem ganga í félagið eftir mitt starfsár greiða hálft félagsgjald.

 6. grein:

Fjárhagsár félagsins er frá 1. maí til 30. apríl.

7. grein:

Aðalfund skal halda í maí og leggur þá gjaldkeri fram endurskoðaða reikninga félagsins. Þá skal kjósa stjórn og endurskoðendur félagsins. Aðalfund skal boða með minnst 7 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Ekki getur kosning stjórnar farið fram, nema að reikningar félagsins hafi áður verið samþykktir.

8. grein:

Lagabreytingar má aðeins samþykkja á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar verða að vera komnar til stjórnarinnar eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund og skulu boðaðar í fundarboði aðalfundar. Lagabreytingar öðlast því einungis gildi, að 2/3 hluti fundarmanna samþykki þær.

9. grein:

Lög félagsins skulu vera aðgengileg öllum félagsmönnum.

 10. grein:

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og að minnst 2/3 hluti félagsmanna samþykki það. Skjöl, bækur etc. afhendist þá Amtbókasafninu á Akureyri til varðveislu. Öðrum eignum skal þá ráðstafa til líknarfélaga eða mannúðarstarfsemi.

Siðareglur Sálarrannsóknarfélagsins á Akureyri

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 

Tölum á lágu nótunum þegar starfsemi er hjá félaginu. 

Allir sem vinna á vegum félagsins skulu vinna af heiðarleika og hafa umhyggju skjólstæðinga að leiðarljósi. 

Gæta skal í hvívetna trúnaðar og þagmælsku um allt, sem fram  fer á milli skjólstæðings og þess er starfar fyrir eða á vegum félagsins. 

Öllum skal sýnd vinsemd og virðing óháð kyn, trú, kynhneigð eða kynþætti. 

Þeir sem vinna á vegum félagsins skulu ætíð útskýra vinnu og aðferðafræði þá sem notuð er áður en heilun/miðlun fer fram. 

Líkamleg snerting skal aldrei eiga sér stað nema með fullu samþykki þess er þiggur heilun/miðlun. 

Þeir sem starfa í félaginu eða á vegum þess skulu ætíð sýna félaginu, félagsmönnum og samstarfsmönnum fyllstu kurteisi og virðingu. Komi upp ágreiningur eða ósætti skal leita til stjórnar félagsins, til aðstoðar við úrlausn þeirra mála. 

Allir skulu ganga um húsnæði og eigur félagsins af ræktarsemi og virðingu. 

Samþykkt á aðalfundi 28. maí 2013.